145. löggjafarþing — 96. fundur,  12. apr. 2016.

tímasetning kosninga.

[14:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það er ekki eingöngu þannig að almenningur beri ekki traust til ríkisstjórnarinnar. Það er líka þannig að hæstv. forsætisráðherra virðist ekki hafa það afl sem þarf til að hægt sé af stjórnarflokkunum að koma sér saman um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta er mjög alvarleg staða. Fyrir utan það að ekki liggur fyrir málaskrá og eins og hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir benti á er þetta mál í höndum hæstv. forsætisráðherra. Ef hann getur nefnt hér kjördag og lagt fram málaskrá þá getum við rætt hvernig hægt er að ljúka þessu með sómasamlegum hætti. Ég árétta því ósk mína til forseta um að funda ekki frekar fyrr en dagsetning fyrir kosningar og málaskrá liggur fyrir.