145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

upplýsingar um aflandsfélög og aflandskrónur.

[11:16]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra hefur einhverjar áhyggjur af því að mér sé farið að líða illa. Mér líður ekkert illa. En ég velti fyrir mér hvort hæstv. ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þá spurningu sem ég kom með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið. En nú skal ég endurtaka spurninguna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ljúka afnámi hafta. Það þarf að ljúka útboði á aflandskrónum. Er rétt að birta upplýsingar um hvort það séu aflandsfélög í eigu Íslendinga í hópi þeirra sem eiga skuldabréf eða bankainnstæður í snjóhengjunni? Er hugsanlegt, ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald, að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er þetta eitthvað sem hæstv. ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum? Þetta er spurningin, herra forseti. Það væri gaman að fá svar.