145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[11:52]
Horfa

Flm. (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég er auðvitað sammála því að beita þarf öllum tiltækum ráðum til að stemma stigu við þessari starfsemi. Ef sú leið sem hv. þingmaður nefnir er ein þeirra þá styð ég þá leið.

Hins vegar finnst mér sú staða sem við erum akkúrat í á þessum föstudegi varpa mjög skýru ljósi á það að við verðum að kjósa núna. Við verðum að kjósa núna. Við erum að tala hér um fordæmalausa stöðu Íslands. Við erum að tala um stærsta pólitíska hneyksli undanfarinna áratuga. Við erum að tala um svo alvarlegan hlut sem mest má vera. Hér erum við að ræða um að ná að rannsaka það og taka utan um það svo einhver sómi sé að en þá eru bekkirnir hérna tómir. Það verður, virðulegi forseti, hvort sem við ætlum að banna skattaskjól með öðrum löndum, hvort sem við ætlum að stíga fastar fram á vettvangi Norðurlandasamstarfs, OECD eða hvar, við verðum að losna við þessa ríkisstjórn, annars komumst við ekki úr sporunum. Það er veruleikinn sem við horfum á, forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)