145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[15:55]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem hér til þess að hæla hv. þingmanni fyrir að vera annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem treystir sér að koma í umræðuna og taka þátt í henni, um þá mikilvægu tillögu sem hér er rædd. Spurning mín til hv. þingmanns er ósköp einföld miðað við ræðu hennar, sem ég þakka henni fyrir: Styður hv. þingmaður að þessi þingsályktunartillaga svona eða eitthvað breytta eftir vinnu nefndarinnar verði samþykkt á Alþingi áður en þingstörfum lýkur?