145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

Fell í Suðursveit og Jökulsárlón.

725. mál
[16:28]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Varðandi það mál sem er til umfjöllunar er mikilvægt að undirstrika þau ákvæði sem til eru í náttúruverndarlögum, þ.e. annars vegar ákvæði um forkaupsrétt og hins vegar þau ákvæði sem lúta að eignarnámi, þegar um er að ræða, eins og fram kom í máli hæstv. ráðherra, einhvers konar ágreining varðandi friðlýsingarferli.

Mig langar að biðja hæstv. ráðherra í seinna svari sínu að reifa það með einhverjum hætti, ef hún hefur til þess tíma, hvort til greina komi að skoða fleiri svæði sem eru í hálfgerðu uppnámi á landinu og eru í einkaeigu en eru hátt skrifuð á náttúruminjaskrá, ef svo má segja, eru jafnvel friðlýst en í hálfgerðu uppnámi að því er varðar sinnu og umgengni o.s.frv., hvort til greina komi að beita eignarnámsákvæðum og þá með viðeigandi eignarnámsbótum sem kæmu í staðinn. Ég vil nefna til dæmis svæðið í kringum Geysi í Haukadal og fleiri því um lík.