145. löggjafarþing — 109. fundur,  10. maí 2016.

málefni ferðaþjónustunnar.

[13:49]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Það eru sannarlega mörg verkefni og áskoranir sem fylgja þvílíkum vexti og þvílíkri velgengni sem orðið hefur á síðustu árum í íslenskri ferðaþjónustu. Menn verða samt að gæta sannmælis og sanngirni. Það er ekki allt í kaldakoli eins og hv. þingmaður vildi mála myndina áðan. Það eru næg salerni úti um allt land, það er líka verið að kortleggja núna hvar á þjóðvegi 1 er of mikil vegalengd sem þarf að bæta úr og setja á laggirnar. Við erum einmitt að gera það á vettvangi Stjórnstöðvarinnar en það er ekki rétt sem hv. þingmaður segir, að utanumhaldið um greinina sé ekki mikið. Núna þegar við erum komin með verkfæri til að stilla saman strengi — Ég þreytist ekki á að tala um að þetta er ein keðja. Ef einn hlekkurinn (Forseti hringir.) virkar ekki fer eitthvað úrskeiðis. Nú erum við komin með þetta tæki, komin með sameiginlega sýn og stefnu sem hefði kannski mátt gera fyrir einhverjum árum en hún er komin þannig að við horfum bjartsýn fram á veginn.