145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda.

797. mál
[22:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég gleðst yfir því að hæstv. ráðherra er kominn hingað í þingsal og vil leggja til að forseti athugi kannski hvort ráðherrann vill notfæra sér það sem er leyft í þingsköpum, að hann tali næstur. Nú veit ég ekki hvort hann kærir sig um það, en við gætum þá kannski spurt hann í andsvörum, en kannski kærir hann sig ekki um það. En hér bíður fólk spennt eftir því að vita meira um áform hans og hvernig hann ætlar að leggja til að tónlistarnámi verði hagað í framtíðinni.