145. löggjafarþing — 127. fundur,  2. júní 2016.

gjaldeyrismál o.fl.

810. mál
[22:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Píratar styðja þessa aðgerð. Því miður er það þannig með þessi mál að við fáum mjög lítinn tíma til að kynna okkur þau. Mér finnst það óþægilegt og okkur pírötum finnst það. Það hefði verið betri bragur á því að við hefðum notað þessa sérstöku nefnd sem er þeim annmörkum háð fyrir nefndarmenn að þeir hafa skrifað undir trúnað. Ég skil ekki alveg þessi vinnubrögð, mér finnst þetta ekki gott vinnulag. Jafnframt tek ég undir þá gagnrýni að þetta hafi ekki verið gert fyrr og ekki samhliða lögunum sem voru sett hér nýverið.

Í hvert skipti sem lög eru sett sem taka á svona ofboðslega stórum fjármagnsflutningum eða hindrun á flæði eða auknu flæði geta orðið einhverjar afleiðingar. Mér heyrist á öllu að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafi (Forseti hringir.) farið mjög ítarlega yfir ýmsar sviðsmyndir. Svona vinnubrögð ganga ekki, að maður fái svona litlar upplýsingar og svona seint.