145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[14:32]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gætti nokkuð mikils misskilnings í máli hv. þingmanns sem sagði að um væri að ræða fyrir fram greidda styrki. Það er ekki svo, styrkirnir eru greiddir út eftir að námsárangri hefur verið náð. Ég ætla bara að leyfa mér að segja hér að ég hef ekki þær áhyggjur að hingað flykkist slíkur fjöldi í jarðfræði og miðaldafræði að það leiði til einhvers stórkostlegs vanda fyrir námslánakerfið og ríkissjóð.