145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

fjármálaáætlun og endurreisn heilbrigðiskerfisins.

[10:36]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég skil hæstv. ráðherra svo að hann sé nokkuð ánægður með þessa áætlun í heilbrigðismálum til næstu fimm ára og hann telji að þar sé verið að bæta heilbrigðisþjónustuna í landinu þótt hann sé ekki viss um að þar sé mætt öllum þörfum eða ákallinu öllu saman. Það er gott að fá þetta fram vegna þess að allir landsmenn, fjölmiðlar, þeir sem áhuga hafa, hafa tölurnar í ríkisfjármálaáætluninni og útskýringarnar með þeim. Hæstv. ráðherra er þá um leið að segja að fjármagnið til sjúkrahúsþjónustu þar sem ekki er tekið tillit til fjölgunar sjúklinga um 1,7% á ári, þar sem ekki er tekið tillit til uppsafnaðrar fjárþarfar vegna viðhalds og þar sem ekki er tekið tillit til (Forseti hringir.) nauðsynlegs tækjabúnaðar, sé nægilegt, áætlunin sé (Forseti hringir.) bara í góðu lagi og muni ekki leiða til samdráttar í sjúkrahúsþjónustu landsins.