145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[11:54]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ámælisvert hvernig staðið var að gerð þessa samnings. Alveg sama hversu góður eða slæmur hann er í eðli sínu vantaði allt samráð við hinar fjölmörgu stéttir sem standa að landbúnaði á Íslandi í dag. Það þyrfti víðtækara samráð til að mynda traust. Samningurinn var í raun gerður í reykfylltum bakherbergjum þar sem ekkert gagnsæi var og það er ekki til þess fallið að mynda það traust sem við ætluðum að reyna að búa til eftir hrun. Þar af leiðandi munum við í þingflokki Pírata sitja hjá við atkvæðagreiðslu á þessum samningi og okkur þykir mjög ámælisvert að við séum enn komin í sama farið, far sem snýr að því að reyna að koma sínum málum á framfæri án þess að hafa almennilegt samráð, án þess að tala við þjóðina, þannig að við munum sitja hjá.