145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:09]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Örlögin hafa búið mér þau skipti að þurfa að greiða atkvæði um búvörusamning sem er ekki það sem ég hefði óskað mér. Ég hefði óskað þess að sérhver atvinnugrein gæti starfað á eigin forsendum. Hins vegar get ég ekki skilið þessa atvinnugrein sem hefur búið við vond skilyrði sennilega allt frá 1940 eftir úti á víðavangi og það sem ég horfi til í þessu frumvarpi er að á næstu þremur árum verði tekið til og horft til framtíðar en ekki fortíðar eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Ég hef einhvern tímann lýst þeirri skoðun að þetta hafi verið vont frumvarp og vondur samningur og sennilega er það rétt. Eitthvað hefur orðið til bóta og ég ætla að láta mig hafa það að greiða atkvæði með þessum samningi. Það sem skiptir meginmáli er að horft verði til framtíðar.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.