145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:16]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um tillögu mína um að hafi umráðamaður ítrekað gerst brotlegur við ákvæði laga þessara skuli fella niður opinberar greiðslur í landbúnaði til hans. Þetta er tillaga sem kom fram á 141. löggjafarþingi í frumvarpinu um velferð dýra. Þetta ákvæði var þá fellt út í meðförum nefndarinnar og því beint skilmerkilega til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til sérstakrar skoðunar hvort það ætti ekki að taka upp við endurskoðun búnaðar- og búvörulaga og endurnýjun samnings á grundvelli þeirra, sem er það sem við erum að gera í dag. Ráðuneytið hefur ekkert gert í þessu máli og skilaði engri tillögu inn, þess vegna er þessi tillaga flutt hér. Hún hefur áður verið flutt og var frestað, eins og ég hef rakið, með nefndaráliti atvinnuveganefndar. Því skora ég á stjórnarþingmenn að samþykkja þessa tillögu hér og nú.