145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

nefndaseta þingmanna.

[13:37]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti freistaði þess áðan að reyna að svara þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Það má auðvitað alltaf deila um svör forseta eins og annað sem hrýtur af vörum manna hér í þingsalnum. Það er auðvitað almenna reglan, eins og við vitum, að þingmenn starfa í nefndum. En það er engin þingleg skylda sem kveðið er á um það í lögum um þingsköp Alþingis. Hér er því um að ræða frjálst val þingmanna. Og eins og forseti hefur áréttað er það svo að það eru þingflokkarnir sem ákveða með hvaða hætti og með hliðsjón af sínum þingstyrk hvernig og hvort þeir skipa í sínar nefndir.