145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:34]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mjög athyglisvert að sjá þessa atkvæðagreiðslu og heyra ítrekaðar yfirlýsingar sjálfstæðismanna um að andstaða við að undanþága mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum sé vegna praktískra ástæðna. Það er engin innstæða fyrir þeim yfirlýsingum. Núna þegar mönnum er boðið upp á þriggja ára aðlögunartíma, sem er fullnægur fyrir greinina til þess að grípa til fullnægjandi aðgerða, ætla menn samt að greiða atkvæði gegn því. Það er dapurlegt að Vinstri hreyfingin – grænt framboð skuli ekki heldur treysta sér til að styðja þessa hófsömu tillögu. Við hljótum að ætlast til þess að um þessa atvinnugrein gildi hömlur á því að hægt sé að beita litla samkeppnisaðila ofbeldi. Það hefur ítrekað verið gert hingað til. Nú sjáum við að það er beinlínis stefna stjórnarmeirihlutans að girða ekki fyrir það. Það er áhyggjuefni. Það er dapurlegt að sjá að frjálsræðistaugin skuli ekki liggja dýpra hér í þessum sal. (BirgJ: Heyr, heyr.)