145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[22:21]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta utanrmn. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Ef það er hv. þingmanni einhver huggun þá hugsa ég að hann muni aldrei standa aftur frammi fyrir máli af þessu tagi. Ég dreg það mjög í efa að mál sem gerir jafn víðtækar kröfur á stjórnarskrána, eða atlögur að stjórnarskránni ætti ég frekar að segja, muni nokkru sinni koma fram. Ég veit að hv. þingmaður hefur í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gert sér mætavel grein fyrir því hvað felst í þessu, vegna þess að það var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem dró saman kjarna framsalsins, það var ekki gert í þeim þingmálum sem við fengum. Það var gert með ítarlegri hætti í því áliti en t.d. í álitsgerðinni frá 2012.

En af því hv. þingmaður er og á að vera konservatífur gagnvart stjórnarskránni eins og ég er, þá hlýtur hann að spyrja a.m.k. í sínu eigin hugskoti ákveðinna spurninga þegar hann horfir t.d. á þá staðreynd að Norðmenn (Forseti hringir.) líta á þetta sem meiri háttar framsal. (Forseti hringir.) Ef þeir gera það og krefjast 3/4 atkvæða (Forseti hringir.) af 2/3 þingheims, hvað þá með okkur?