145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[11:10]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er skylda okkar allra að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldisins og að henni höfum við ritað eið. Hvað þetta tiltekna mál áhrærir er það þannig að það kom inn í þingið löngu fyrr á þessu ári. Það hefur verið til meðhöndlunar annars vegar í utanríkismálanefnd og hins vegar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og á grundvelli þeirrar vinnu hefur utanríkismálanefnd lokið vinnu sinni að málinu, komist að niðurstöðu um þau álitaefni sem hér er um að ræða á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og afgreitt málið hingað inn til þingsins. Það er ekki hlutverk forseta að stöðva framgang málsins þegar það er komið hér í gegn með eðlilegum hætti í gegnum þær þingnefndir sem hafa unnið að málinu, ekki dögum saman, ekki vikum saman heldur a.m.k. mánuðum saman.