145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[11:25]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég mundi vilja í ljósi umræðunnar mælast til þess að gert verði hlé á fundi þannig að þingflokksformenn geti átt samtalið um þetta. Þingmenn hafa óskað eftir að fara enn betur yfir málið. Hins vegar hefur líka komið fram að þingið hefur vandað til þessarar vinnu, hefur farið yfir þau mál sem verið er að ræða hér sem snúa að stjórnarskránni. Ég held því að það væri mjög gott ef okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman og við mundum gera stutt hlé á fundinum.

(Forseti (EKG): Forseti hyggst þá gera stutt hlé á fundinum innan tíðar og lítur þannig á að ekki sé ástæða til að halda áfram umræðu um fundarstjórn forseta.)