145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:21]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála þessari greiningu hæstv. forseta, en það breytir ekki því að við erum komin fram yfir þann tímapunkt að hægt sé að eyða hverjum deginum á fætur öðrum í það að kalla eftir vilja framkvæmdarvaldsins að því er varðar dagskrá þingsins. Við erum komin fram yfir þann tíma. Það er dagurinn í dag og tveir dagar í viðbót sem við eigum hér til þess að ljúka málum. Ég segi: Við eigum að hætta að spyrja ríkisstjórnina hvað hún vilji klára. Við eigum að horfa á þau mál sem eru hér í nefndum. Við eigum að taka upplýsta greinandi afstöðu til þess hvað skynsamlegt er að klára, hvað málefnalegt er að klára, hvaða málum höfum við lokið þannig að það sé verjandi, ef við ætlum að halda hér haus sem löggjafi, að klára. Það er þannig sem við eigum að nálgast þetta. Það er augljóst að það er engin forusta fyrir þessari ríkisstjórn. Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri er að gera. (Forseti hringir.) Við vitum ekki hver stýrir ríkisstjórninni þannig að Alþingi á að taka þessa stöðu í sínar hendur undir forustu forseta þingsins.