145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:24]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir þá hugmynd að boða ekki til þingfundar fyrr en samkomulag liggur fyrir. Hitt er svo annað mál að það væri skynsamlegt að boða — ef það er vilji forseta að framkvæmdarvaldið ráði dagskránni og ráði hvernig hlutunum vindur fram — menn á fund til sín klukkan níu alla morgna þangað til þeir eru búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera. Ég tek undir það, af því að hér glottir nú ráðherra úr hliðarsal, að það er óboðlegt hvernig ráðherrar hegða sér hér af ráðherrabekknum. Hæstv. ríkisstjórn ákvað sjálf að vera ekki með fjögurra ára verktíma, en ætlar samt að reyna að troða málum hér inn.

Ég spyr hæstv. forseta hvort von sé á samtali um það hvernig þessu ljúki, hvort þingflokksformenn komi ekki til með að klára þetta ásamt forseta. Við erum öll, stjórnarandstaðan eins og aðrir, að fara í kosningabaráttu í stórum kjördæmum. (Forseti hringir.) En ég ætla að biðla til forseta um að hér verði ekki haldnir (Forseti hringir.) kvöldfundir fyrr en fyrir liggur hvenær við ætlum að ljúka. Það er engin ástæða til þess því að ekki eru það mörg mál komin hér inn í þingið.