145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

starfsáætlun og framhald þingstarfa.

[13:57]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Í vor boðaði núverandi ríkisstjórn til kosninga í haust og ekki út af engu, út af hneykslismálum og spillingarmálum. Nú erum við stödd á síðasta degi starfsáætlunar og það er eins og þessi ríkisstjórn geti ekki sleppt takinu. Hún ætlar að reyna að koma sem flestum málum í gegn með því að gefa ekkert upp og halda áfram að pressa málum í gegn á síðustu stundu. Þetta er algjör vanvirðing gagnvart þinginu og þjóðinni. Það er auðvitað krafa lýðræðisins að það fólk sem er að fara fram núna og bjóða sig fram til starfa fyrir þjóðina sem alþingismenn, fulltrúar þjóðarinnar, hafi einhvern tíma til að fara út í kjördæmin og kynna stefnu sín. Það er verið að traðka á lýðræðinu með svona vinnubrögðum, að halda áfram í blindni, (Forseti hringir.) þjösnast áfram og gefa ekkert upp. Erum við stödd á 21. öldinni eða á miðöldum hérna?