145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:41]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vona að ég fái ekki hamar hæstv. forseta í haus minn þótt ég líki honum við Salómon konung því að mér fannst úrskurður hæstv. forseta vera fádæma örlátur og jákvæður. En eigi að síður vil ég leyfa mér að gera svolítinn ágreining við túlkun hans. Ég er þeirrar skoðunar að þingið geti hvenær sem það vill kallað til sín mál úr nefnd. Hér var rætt sérstaklega um sex mál. Eins og fram hefur komið eru þau öll í sammæli nefndarmanna. Mig langar til að nota þetta tækifæri, um leið og ég hrósa hæstv. forseta, til að spyrja hann út í hvort hann líti ekki svo á að ef tillagan væri samþykkt mundi hún jafngilda kalli þingsins eftir þessum sex málum.