145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[17:58]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er flókið og erfitt mál. Málið er afgreitt með slíku hraði að erfitt og nánast ómögulegt er að ná utan um það. Þess vegna mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins. En þar sem frumvarpið virðist vera skref í átt að því að betrumbæta kjör stórs hóps fólks í samfélaginu get ég ekki lagst alfarið gegn því, en ég get heldur ekki stutt það þar sem það er svo langt frá þeirri einföldun og kjarabót sem Píratar hyggjast vinna að. Ég styð aftur á móti einstakar greinar í frumvarpinu og ég styð breytingartillögu minni hlutans því að ég tel það vera betrumbót á þessu annars stórfurðulega frumvarpi sem virðist engan veginn fylgja eigin markmiðum með skerðingum og áframhaldandi flækjustigi.