145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.

449. mál
[12:17]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa sérstakri ánægju með að þetta mál skuli vera að fá samþykki þingsins í þeirri mynd sem það er komið fram til atkvæðagreiðslunnar nú, þ.e. að hefja fýsileikakönnun á þörfinni fyrir að koma hér á laggir embætti umboðsmanns flóttamanna eða sambærilegu embætti, sem hafi með höndum öll málefni flóttamanna önnur en rannsóknar- og úrskurðarvald. Ég tel að í þessu máli felist mikil réttarbót fyrir þá sem leita ásjár íslenskra stjórnvalda og vilja búa hér. Ég tel að það sé ekki aðeins réttarbót fyrir það fólk sem hingað leitar heldur líka mikil stjórnsýslubót í málefnum flóttamanna. Ég þakka Alþingi Íslendinga fyrir þessa afgreiðslu og lýsi sérstakri ánægju með hana.