146. löggjafarþing — 1. fundur,  6. des. 2016.

kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 82. gr. þingskapa.

[16:21]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Hefst nú kosning sex varaforseta. Mér hefur borist einn listi sem á eru nöfnin: Þórunn Egilsdóttir, Birgir Ármannsson, Jón Þór Ólafsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Samkvæmt samkomulagi þingflokkanna verða áheyrnarfulltrúar þau Nichole Leigh Mosty og Guðjón S. Brjánsson fyrir hönd sinna þingflokka.

Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég réttkjörna sem 1. varaforseta Þórunni Egilsdóttur, 2. varaforseta Birgi Ármannsson, 3. varaforseta Jón Þór Ólafsson, 4. varaforseta Valgerði Gunnarsdóttur, 5. varaforseta Jónu Sólveigu Elínardóttur og 6. varaforseta Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Ég óska varaforsetum til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi og vænti þess að eiga góða samvinnu við varaforsetana um fundarstjórnina og önnur verkefni forsætisnefndar.