146. löggjafarþing — 2. fundur,  7. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[16:32]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir, ég myndi ekki segja andsvarið heldur fyrir að taka undir áherslur mínar. Þótt að sjálfsögðu sé mikilvægt að bæta samgöngur hringinn í kringum landið býr samt meginþorri íbúa á suðvesturhorninu. Mér finnst einfaldlega ótækt að það skuli taka mig jafn langan eða jafnvel styttri tíma að fara frá mörkum Reykjavíkur og á Selfoss og að komast úr Hafnarfirði niður í bæ. Það segir okkur að það er ýmislegt, það eru mörg verkefni sem við þurfum að huga að á höfuðborgarsvæðinu og sanngjarnt er að tryggja að raddir okkar þingmanna, sem eru fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu, heyrist jafnt í samgöngumálum og raddir þingmanna úti á landi.