146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[13:43]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kannski ekki eiginlegt andsvar en hér stendur að Vilhjálmur Bjarnason hafi verið fjarverandi við afgreiðslu málsins. Það kann að vera rétt að ég hafi verið fjarverandi þá mínútu sem málið var afgreitt en áður en ég varð að víkja af fundi lýsti ég mig samþykkan nefndaráliti og breytingartillögum. Sá háttur sem er hafður á varðandi stöðu mína á málinu er því ekki réttur að mínu viti, ég var búinn að lýsa skoðun minni og þarna hefði átt að standa að ég hefði lýst mig samþykkan nefndaráliti og breytingartillögum með þeim reglum sem um getur í þingsköpum Alþingis. Ég vil hafa það sem réttast er og geri engar athugasemdir við þetta annað en það að mér finnst jafnvel óþarfi að geta þess sérstaklega að kjararáð sé stjórnsýslunefnd sem ákveður o.s.frv., það leiðir af eðli máls. Ég lýsi mig samþykkan þessu nefndaráliti með þeim örlitla fyrirvara en það mun leiða til þess að ég mun greiða atkvæði með málinu, þannig að þetta er ekki uppreisn. Ég lýk máli mínu og ætlast ekki til andsvars.