146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann hvernig hann hyggist tryggja réttaröryggi borgaranna og raunverulegan skilning þeirra á því hvaða réttindi þeir hafa gagnvart kjararáði. Ef við ætlum að skilja kjararáð eftir sem óskilgreindan munaðarleysingja inni í lögunum og bæta svo við einhverjum málsmeðferðarreglum seinna til þess að gera almenningi kleift að nálgast frekari upplýsingar um hvernig þetta ráð starfar, þá spyr ég mig hvernig hv. þingmaður telur að réttaröryggi borgaranna sé tryggt með þeim hætti. Félagsdómur er alla vega skilgreindur sem dómur. Kjararáð er ekki skilgreint sem nokkur skapaður hlutur akkúrat núna. Það væri ágætt ef það fengi eitthvert heiti.