146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

2. mál
[10:51]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Samfylkingin hefur barist fyrir því að hér sé settur á auðlegðarskattur, það réttlætismál að þau breiðu bök í samfélaginu beri meiri þunga og það sem þau ráða við. Þessar tillögur eru hins vegar þannig fram settar að ekki er búið að kostnaðarreikna þær og ekki er búið að útfæra þær og ekki endilega nákvæmlega eins og við hefðum viljað gera þær. Þær hafa ekki verið ræddar í nefnd. Þar fyrir utan teljum við að ef allir hefðu komið með sínar ýtrustu óskir værum við ekki að ná þeim framlögum sem við þó erum að ná í gegn núna til að standa lágmarksvörð um það kerfi samfélagsins sem við erum að tryggja. En við verðum að halda áfram að berjast fyrir meiri peningum.