146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[13:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Þessi mismunur á tölum er væntanlega vegna þess að önnur er gerð á grunni ársins 2016, þ.e. þá voru þetta 25 milljarðar. Ef við hækkum 1% upp í 1,5% þá gerir það 37,5 milljarða. Ég reikna með að í hinni tölunni sé reiknað með verðbólgu og hagvexti upp á tæplega 5%. Ég reikna með að þetta skýri nú muninn.

Bíddu nú við, það var krafan um … (KÓP: … gagnrýni Seðlabankans.) Já, gagnrýni Seðlabankans. Það er rétt að það komi fram að við ræddum við Seðlabankann og fengum endurtekningu á gagnrýni fyrir yfirstandandi ár, en það var sagt að fyrir næsta ár (Forseti hringir.) þá yrði þetta aðhald viðunandi, sérstaklega ef það hefði verið nógu mikið í ár.