146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

dráttur á birtingu tveggja skýrslna.

[13:46]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð nú bara að undrast orð hæstv. umhverfisráðherra. Eins og að efnistök skýrslunnar skipti þannig lagað séð einhverju máli. Eins og það skipti máli hvað stóð í skýrslunni. Það sem skiptir í raun og veru máli er formið, það sem hæstv. forsætisráðherra gerði. Þessar skýrslur hefðu getað verið um landbúnað alveg eins og um skuldaleiðréttingu. Önnur skýrslan var t.d. ekki um skuldaleiðréttinguna heldur aflandseignir Íslendinga. Við erum að horfa upp á það að ef ráðherra er í sjálfsvald sett hvaða skýrslur hann birtir og hvenær erum við komin í mjög vonda stöðu á Íslandi, komin með mjög ríkt ráðherraræði og mjög veikt þing. Við þurfum að taka þessari umræðu mjög alvarlega.

Virðulegur forseti. Ég verð að nota tækifærið og kvarta yfir því að hæstv. forsætisráðherra sé ekki á staðnum og verði ekki hér í þessari viku, (Forseti hringir.) þar sem það væri mjög gott að geta fengið að spyrja hæstv. forsætisráðherra um nákvæmlega þetta mál.