146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald.

84. mál
[12:00]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hve miklu ég ætti að bæta við í þessu seinna andsvari. Ég lít svo á að 1. umr. um frumvarp sé vettvangur til að leggja meginlínur um afstöðu manna varðandi frumvörp, án þess endilega að rýna í einstaka tölur og prósentur hvað það varðar. Auðvitað er ekkert ókeypis. Ef við ákveðum að eyrnamerkja hluta tryggingagjaldsins einhverju einu er minna til skiptanna fyrir eitthvað annað. Þó svo að tryggingagjaldsstofninn standi vel núna þarf það ekki að vera um ókomna tíð. Þessi skuldbinding um að hækka mun hins vegar vera það. Þannig að ég ítreka að þetta er mitt meginsjónarmið í þessu máli, að fjármunum, líkt og er gert ráð fyrir í stefnu ríkisstjórnarinnar, verði í fyrstu aðallega varið til þess að hækka þakið fremur en að lengja orlofið.