146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:54]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið. Mig langar að spyrja aðeins um fjölbreytni að öðru leyti í skipan nefndarinnar. Ég vil forvitnast um hvort ráðherra þyki við hæfi að skoða hvort það gæti verið gagnlegt að dómnefnd sé skipuð fleira fólki en lögfræðingum til að tryggja betri fjölbreytileika og betra traust og skilning gagnvart dómstólum í þjóðfélaginu, að það séu einstaklingar sem hafa fjölbreyttari menntun en lögfræðingamenntun. Eins og við vitum virðist vera svona ákveðið lögfræðingablæti í nefndum og ráðum á vegum Alþingis sem og stjórnsýslunnar. Ég spyr: Væri ekki ráð að leita í fjölbreyttari hóp einstaklinga til að skipa í þau mikilvægu embætti?