146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:15]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég vil taka undir með 10. þm. Reykv. n., Andrési Inga Jónssyni, og vekja athygli á liðnum óundirbúnum fyrirspurnum. Í þingstörfum er sá liður tækifæri fyrir þingmenn til að spyrja þá ráðherra um ýmis mál sem skrá sig sérstaklega í viðveru í þingsal til þess að veita þingmönnum svör við því sem á þeim brennur. Í gær undir þessum dagskrárlið bar svo við að ráðherra dómsmála svaraði því þegar hún var spurð hver bæri ábyrgð á þeim aðgerðum sem beindust gegn velskum kennara á dögunum, sem var meinað för sinni áfram til Bandaríkjanna: „Hefði ég vitað af þessari fyrirspurn hefði ég mögulega verið búin að grafast fyrir um það.“

Frú forseti. Er þess í alvöru þörf að koma með þá hógværu ósk að ráðherrar sem eru búnir að skrá sig til svara í óundirbúnum fyrirspurnum undirbúi sig með lágmarkshætti? Er það ekki til vitnis um að ráðherrar sem eru til svara (Forseti hringir.) beri þá lágmarksvirðingu fyrir þinginu og þingstörfunum?