146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:28]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það var ýmislegt sem ég tók eftir í ræðu frummælanda málsins. Hann var t.d. með mikla völvuspá um það hvernig við mundum ræða málið hér í dag. Mig langar að kanna hvort hv. þingmaður sé gæddur sömu forspárgáfu og hv. frummælandi. Það er nefnilega þannig að ég kannaðist við nokkra frasa frá frummælanda úr Viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem var í tilefni dagsins borið frítt út í öll hús hér á höfuðborgarsvæðinu. Þar var rætt við forstjóra Coca Cola á Íslandi, sem er einn af hinum stóru aðilum sem ætla sér stóra hluti á þessum markaði sem skapa á fyrir innflytjendur áfengis. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að meginhluti tekna ríkisins af áfengi séu skattar og gjöld og sagt því eigi ekki að breyta. (Forseti hringir.) Innblásturinn sem þingmaðurinn fékk úr viðskiptamogganum (Forseti hringir.) hefur kannski ekki náð svo langt, en Carlos Cruz, forstjóri Coca Cola (Forseti hringir.) á Íslandi, nefnir sérstaklega í þessu viðtali (Forseti hringir.) að verði áfengissala gefin frjáls (Forseti hringir.) fari að liggja á því að lækka áfengisgjaldið. Hvað telur þingmaðurinn (Forseti hringir.) líklegt að gerist?