146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:56]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir mjög góða ræðu. Mig langar að spyrja hana út í þær umsagnir sem borist hafa um málið frá fyrri þingum þegar málið hefur verið lagt fram, hvort hún hafi skoðað þær og muni eftir þeim og séð hvernig þær skiptast í tvo hópa; fagaðilar í heilbrigðis- og félagsvísindum vara allir við samþykkt frumvarpsins en eigendur og hagsmunaaðilar verslunarinnar mæla svo sannarlega með því.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi séð þetta og velt fyrir sér hvaða hagsmuna sé verið að gæta með framlagningu á þessu margumrædda blessaða áfengisfrumvarpi.