146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:57]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Líkt og ég gat um í ræðu minni held ég að það hafi verið um 49 umsagnir sem bárust um málið á síðasta þingi. Þær voru flestar, þó ekki allar, andvígar því að frumvarpið sem þá var undir yrði samþykkt og það sem margar þeirra áttu sammerkt var einmitt að það voru aðilar sem störfuðu innan heilbrigðis-, æskulýðs-, mennta- eða í forvarnageiranum. Hins vegar, líkt og hv. þingmaður benti á, voru þeir í verslunar- og þjónustugeiranum hlynntir því að frumvarpið yrði samþykkt. Ég sé því ekki betur en að þeir sem hafa lýðheilsusjónarmið og velferðarsjónarmið í fyrirrúmi leggist gegn (Forseti hringir.) frumvarpinu, en hins vegar að þeir sem sjá fram á að geta grætt á því og fái smávegis til sín (Forseti hringir.) séu samþykkir því.