146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:58]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hafandi verið framhaldsskólakennari undanfarin 18 ár get ég fullvissað félaga minn og vin, hv. þm. Viktor Orra Valgarðsson, um að þau eru ærin verkefnin sem starfsfólk framhaldsskólanna fær að glíma við. Þessu er nú kannski ekki á bætandi.

En það er skemmtileg tilviljun að hv. þingmaður, sem stóð hér í pontu áðan, skuli vera hvatamaður að sérstakri umræðu um æskulýðsmál sem sett hefur verið á dagskrá á morgun, ef ég hef skilið það rétt. Mér leikur forvitni á að vita hvort þingmaðurinn hyggist ræða áfengis- og vímuefnanotkun ungs fólks í þeim umræðum og þá með hvaða hætti.