146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

orkuskipti.

146. mál
[15:49]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Forseti. Ég byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Það er rétt hjá honum, þetta eru stórar spurningar, en svarið er svona í fulleinfaldri mynd: Já, á þetta hefur verið horft saman. Það er hins vegar alveg rétt sem hv. þingmaður segir, það hefur ekki verið auðvelt mál að koma þessari vinnu áfram. Ég sé ekki fram á að það muni endilega breytast í náinni framtíð. Það er samt verkefni, m.a. okkar verkefni hér, að ná að taka utan um þetta mál og sýna fram á mikilvægi þess á sama tíma og við berum virðingu fyrir þeim áhyggjum sem fólk kann að hafa í þessum efnum.

Þetta hefur líka verið unnið með öðrum ráðuneytum eins og ég kom inn á, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu m.a. og fjármálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumálin. Svarið er í stuttu máli: Já.