146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

orkuskipti.

146. mál
[16:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Jú, ég tel að nauðsynlegt sé að gera það. Ég hef verið talsmaður þess að við séum býsna djörf þegar kemur að því að búa okkar til orku, þannig að við getum staðið undir þessum markmiðum. Við þurfum hins vegar auðvitað að fara eitthvert meðalhóf í því. En ég tel afdráttarlaust að í því felist að vera maður og byggja upp menningu að nýta náttúruna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég held absalútt að vistvæn raforkuframleiðsla sé liður í því.