146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[20:00]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð félaga minna í allsherjar- og menntamálanefnd, hv. þm. Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Þetta snýst um örfá orð sem ég ætla að rifja upp hér og nú, með leyfi forseta:

„Ráðherra skal gæta þess að kröfum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé fullnægt.“

Þetta breytir nú ekki öllu, held ég, en hnykkir engu að síður á þeirri nauðsyn að við verðum alltaf að vera á tánum þegar við berjumst fyrir jafnrétti. Þannig hefur það verið með alla réttindabaráttu í gegnum tíðina, hvort sem það hefur verið jafnrétti kynja eða kynþátta. Við verðum að halda áfram. Við megum ekki láta deigan síga. Hérna hefði verið kjörið tækifæri til að halda áfram af krafti.