146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[22:47]
Horfa

Flm. (Þórunn Egilsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Loga Einarssyni fyrir andsvarið. Vissulega er það alveg rétt hjá honum að málið á sér miklu lengri sögu og nær langt aftur. Þetta mál hefur verið erfitt og snúið og mönnum hefur ekki tekist að finna lendinguna í því. Auðvitað er alltaf best ef við náum í samtalinu og samningum að leiða mál til lykta. Alveg er ég tilbúin að fara þá leið og leggja mitt af mörkum til þess að við getum leyst úr þessum málum, af því að ástandið eins og það er er óviðunandi. Það er bara ekki hægt að segja neitt annað um það.