146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst ætla ég nú að taka það fram að ég fagna í raun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvað þetta varðar og fannst birtast í honum góður tónn. Ég held hins vegar að atlaga að skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar geti til lengri tíma orðið atlaga að skipulagsvaldi annarra sveitarfélaga líka þó svo að menn kunni að hafa af því einhverja skammtímahagsmuni. Hv. þingmaður sagði að hér tækjust á hagsmunir höfuðborgarinnar og landsbyggðar. Ég held að það sé hægt að finna lausn í þessu máli sem gerir málið betra, sem skapar betri lausn fyrir bæði höfuðborgina og landsbyggðina. En til þess þurfum við að vera opin og sáttfús.