146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni um að það er gríðarlega mikilvægt að við gerum átak og setjum mikla peninga í að aðstoða fólk sem býr í dreifðari byggðum landsins. Vandamálið er tiltölulega lítið á leiðinni Akureyri–Reykjavík miðað við Vopnafjörð–Akureyri–Reykjavík. Mér er fullkunnugt um það. Við þurfum að gera helling. Það er víst enn þá hægt að stytta viðbragð þar. Það eina sem okkur greinir á um er að ég tel að lagasetning sé útilokuð leið til að ná þessu fram. Ég tel að það sé stórhættulegt skref sem myndi á endanum bitna á miklu fleiri sveitarfélögum, þótt þau kalli eftir því núna.