146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

framkvæmdir við flughlað á Akureyrarflugvelli.

[10:42]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég hef haft það að atvinnu undanfarin 18 ár að tala við fólk, gera sjálfan mig skiljanlegan og reyna að skilja hvað nemendur mínir hafa við mig að segja. Ég skil ekki svar hæstv. ráðherra, bara svo það sé sagt hér, ég játa það. Ég vil hins vegar bæta aðeins við og spyrja hæstv. ráðherra varðandi íslensk flugfélög sem starfa hér við millilandaflug; er þeim gerð sú skylda að hafa einhverjar neyðaráætlanir, einhverjar viðbragðsáætlanir, ef til slíkra atburða kemur eins og fyrir sjö árum? Ég vil líka biðja hann að hnykkja á svarinu svo ég fái skilið það.