146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

þingsköp Alþingis.

202. mál
[17:28]
Horfa

Flm. (Birgitta Jónsdóttir) (P) (andsvar):

Forseti. Það er einmitt væri svo frábært ef við gætum afgreitt þetta litla frumvarp mitt um breytingar, þá myndi maður ekki vera með kvíðahnút í maganum um að hafa ekki náð að spotta þetta eina orð sem getur haft ótrúlega mikil áhrif á líf fólks. Mér finnst ég skynja ákveðna hugarfarsbreytingu mjög víða um hvernig við nálgumst lagasetningu. Kannski er okkur þingmönnum óhætt, hvort sem það eru þingmenn stjórnarliða eða stjórnarandstöðu, að segja bara við ríkisstjórnina: Þetta er allt í lagi, þið þurfi ekkert að leggja fram öll þessi mál svo framarlega sem þið leggið fram mál sem eru þjóðhagslega brýn fyrir þinglok, þá lofum við að kalla ykkur ekki verklausa. Það getur verið ákveðið upphaf. Mér er spurn.

Við þurfum líka sjálf að breyta því mjög hvernig við nálgumst vinnuna út af því að við komumst í einhvern ramma sem er svolítið gamaldags, sem er búinn að vera lengi til og honum er einhvern veginn viðhaldið af þeim sem þekkja hann.

Nú er það þannig að það er eiginlega algjörlega fullkomlega nýtt þing síðan ég kom hérna inn. Það eru ekkert mjög margir hér frá því áður. Er þá ekki einmitt tilefni til þess að leyfa þessari nýliðun að breyta hlutunum? Ég vil samt sem áður ekki tala niður reynslu og þekkingu þeirra sem á undan fóru, en stundum er það svolítið erfitt fyrir þá sem koma að ákveðnu verklagi að leyfa nýju verklagi að taka við.