146. löggjafarþing — 47. fundur,  23. mars 2017.

kjötrækt.

219. mál
[14:25]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum kærlega fyrir ræðuna og vildi minnast á eitt sem fram kom í greininni í Bændablaðinu þar sem talað var um að verðið væri þrisvar til fjórum sinnum hærra en á hefðbundnu kjöti. En þar er ekki tekið með í reikninginn að hefðbundið kjöt er niðurgreitt með ýmiss konar samningum, ekki er tekið tillit til umhverfiskostnaðar sem hlýst af hefðbundinni dýrarækt og líklega er ekki tekið tillit til margs konar annars konar kostnaðar þarna. Við erum mun nær því markmiði að vera samkeppnishæf en þessi þrisvar til fjórum sinnum hærri kostnaður gefur til kynna.

Takk kærlega fyrir að minna mig á Bændablaðsgreinina, ég gleymdi henni í framsöguræðunni.