146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:40]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi svör og verð að taka undir það sem maður hefur oft heyrt hér í dag: Það er rosaskrýtið að heyra að í aðra röndina sé gengið út frá því í þessari stefnu að selja banka en í hina röndina gangi fjármálaráðherra ekki endilega út frá því. Það verður áhugavert að sjá hvernig stefna og framkvæmd fara saman ef unnið er út frá þessu. Í þessu samhengi langar mig líka að spyrja hv. þingmann hvort skynsamlegt sé fyrir okkur, þrátt fyrir að það líti út fyrir að við getum farið yfir á ágætt stig og jafnvel uppfyllt Maastricht-skilyrðin ef út í það er farið, að hengja afkomu þjóðarinnar svo mikið á þætti sem ríkisstjórn og Alþingi hafa í raun afskaplega lítið vald yfir, þ.e. verga landsframleiðslu sem er í raun í höndum hagkerfisins hverju sinni.