146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:28]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að nýta þetta tækifæri og auglýsa ræðuna mína á eftir því að hún er einmitt um þetta málefni. Mér þætti vænt um að sjá hæstv. fjármálaráðherra í stól til andsvara enda missti ég af andsvari hans í gær þar sem hann kom ekki inn í andsvör fyrr en í 4. minni hluta, og var ég mjög öfundsjúkur yfir þeim andsvörum. Ég tek heils hugar undir orð fyrri ræðumanna hér í dag, undir liðnum um fundarstjórn forseta, og vænti margra áheyrenda og áhorfenda að ræðunni minni á eftir.