146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

trúnaðarskylda fyrrverandi ráðgjafa um losun gjaldeyrishafta.

[10:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Svo að kröfuhafar Kaupþings geti farið með fé sitt frá Íslandi þurfa þeir fyrst að greiða stöðugleikaframlag upp á rúmlega 80 milljarða kr. í ríkissjóð og þeir ná í það fjármagn með sölu eigna, t.d. sölu Arion banka. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir almenning og fyrir ríkissjóð. Samkvæmt Fréttatímanum vill Benedikt ekki svara þeirri spurningu með hvaða hætti honum var boðið ráðgjafarstarfið hjá Kaupþingi, en eðlilegt er að upp vakni spurningar um hvort það hafi gerst vegna og í gegnum vinnu hans fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hafði Benedikt á þeim tíma sem hann vann fyrir hæstv. ráðherra og ráðuneytið aðgang að trúnaðarupplýsingum t.d. varðandi samningsmarkmið Íslands, útfærslur og tímasetningar?